Vatnaskil er ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsstöð á Akureyri. Allt frá stofnun árið 1982 hefur fyrirtækið veitt ráðgjöf á flestum sviðum auðlinda- og umhverfismála, t.a.m. þeim sem lúta að yfirborðsvatni, grunnvatni, sjávarstraumum, loftgæðum, vindafari og jarðhita. Vatnaskil sérhæfir sig í þróun hugmynda- og reiknilíkana af þessu kerfum við lausn ýmissa verkefna tengd orkuöflun, auðlindanýtingu, skipulagi byggðar, hönnun mannvirkja, heilbrigðismálum og verndun umhverfis.


Styrkur fyrirtækisins liggur í yfirgripsmikilli reynslu sérfræðinga þess, sem eru með fjölbreyttan bakgrunn í raunvísindum, verkfræði og hugbúnaðargerð. Sérfræðingar Vatnaskila hafa einnig margra ára reynslu af kennslu við verkfræðideild Háskóla Íslands, Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GTP) á Íslandi og á ýmsum námskeiðum hérlendis sem og erlendis.


 

Vatnaskil leggja metnað í að veita hágæða, heildstæða og skilvirka þjónustu. Lítil yfirbygging og stuttar boðleiðir gera okkur kleift að bregðast skjótt við óskum viðskiptavina okkar og viðhafa mikinn sveigjanleika við lausn verkefna.