Umhverfi

Umhverfi - Þjónusta

Umhverfisvitund samfélagsins hefur aukist til muna frá stofnun Vatnaskila 1982. Sú vitundarvakning sem hefur átt sér stað hefur leitt til aukinnar umhverfisverndar, hærri umhverfisstaðla, sterkara lagaumhverfis og aukinnar vöktunar umhverfisins.

Vatnaskil hafa komið að fjölda verkefna og veitt ráðgjöf í umhverfismati framkvæmda og umhverfismati áætlana á breiðu sviði undanfarna þrjá áratugi. Ráðgjöf Vatnaskila hefur snúið að líkangerð til að meta  áhrif iðnreksturs og áætlaðra framkvæmda. Má þar nefna dreifingu mengunar frá iðjuverum, dreifingu frá útrásum fráveitna, dreifingu efnamengunar og áhrifa á umhverfið, rekstur jarðvarmavirkjana og vatnsaflsvirkjana, úrgang frá álverum og öðrum iðjuverum, áhrif mannvirkja á umhverfið, loftlagsbreytingar og verndun auðlinda.


Dæmi um þjónustu

Umhverfisáhrif veitna, mannvirkja og iðnaðar
Framleiðsla jarðgas úr landfyllingum
Mengun frá olíu- og gasframleiðslu
Mengunar- og olíuslys
Áhættumat og hönnun mótvægisaðgerða
Umhverfisvernd

Dæmi um verkefni

Smelltu á verk til að skoða nánar

Hitadreifing í grunnvatnsgeyminum á Mosfellsheiði

Loftdreifing frá Carrow Works, Englandi

Dreifingarreikningar vegna áhættumats framkvæmda Sandskeiðslínu